Fréttir

Fjölskyldusamvinna viðtal í Mannlega þættinum

Berglind Björgúlfsdóttir vann lokaverkefni sitt í meistaranámi  listkennslufræðum við Listaháskólann "Gagn og gaman" um hvernig má nota lissköpun í íslenskukennslu nýbúa með áherslu á fjölskyldusamvinnu í tengslum við Menntun núna verkefnið en hún ræddi um verkefni sitt í Mannlega þættinum á RÚV á dögunum

Sjá myndbrot úr kennslunni og frá sýningu nemenda sem var hluti af Barnamenningarhátíð í Gerðubergi.   

Málþing um árangur tilraunaverkefnanna Menntun núna í Breiðholti og Norðvesturkjördæmi
Haldið 18. maí í Gerðubergi frá kl. 13:00 – 16:45

Dagskrá

13:00-13:10    Opnun : Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ

13:10-13:30    Að skapa samfélag - þátttaka sveitarfélaga í að hækka menntunarstig, Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti

13:30-13:50    Þátttaka atvinnulífsins í að hækka menntunarstig, Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst

13:50-14:10    Ný nálgun við móttöku innflytjenda, Elsa Arnardóttir, verkefnastjóri 

14:10-14:40    Fræðsluerindrekar – hlutverk og þróun,  Helga Björk Bjarnadóttir, Hörður Baldvinsson og Sigurborg Þorkelsdóttir – fræðsluerindrekar í Norðvesturkjördæmi  

14:40-14:50     Reynsla fyrirtækis af fræðsluerindrekstri, Bergþór Ólason, framkvæmdastjóri Loftorku

14:50- 15:10    Kaffihlé

15:10-15:30    Þróun raunfærnimats í Norðvesturkjördæmi, Bryndís Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Farskólans Norðurlandi vestra

15:30-15:40    Samstarf á svæði um raunfærnimat og nám, Ingileif Oddsdóttir, skólameistari FNV15:40-15:55    Brotthvarfi sinnt, Sesselja Pétursdóttir, náms- og starfsráðgjafi í Menntun núna

15:55-16:05    Samstarf um brotthvarfsnema, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari í FB

16:05-16:45    Samantekt og umræður

Fundarstjóri:   Guðrún Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins

 

 

Foreldrar og þátttaka barna í félagsstarfi og íþróttum -  7. maí kl. 17-18:30

Opin fræðsla fyrir foreldra í Breiðholti annan hvorn fimmtudag. Þjónustumiðstöð Breiðholts í samvinnu við Menntun núna og Borgarbókasafnið.  Þórdís Lilja Gísladóttir íþrótta- og heilsufræðingur PhD og Þráinn Hafsteinsson íþrótta- og heilsufræðingur MS fjalla um leiðir fyrir foreldra að styðja börn til þátttöku í félagsstarfi og íþróttum.  

 

 

Lifandi tungumál -  Cafe Lingua 

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi Laugardaginn 28. mars kl. 14.00 – 15.30 Í samstarfi við Menntun núna og Fjölbrautarskólann í Breiðholti

Langar þig að hitta manneskju sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra eða hefur áhuga á? Langar þig að deila móðurmáli þínu með einhverjum sem er að læra það? Langar þig einfaldlega að eiga möguleika á að kynnast nýjum menningarheimum og fólki? Íslenskunemendur hjá Menntun núna og Fjölbrautarskólanum í Breiðholti eru "lifandi tungumál" og bjóða öðrum innsýn í móðurmál sitt.  Litháíska, pólska, filippeyska, tælenska, arabíska, albanska og ítalska eru þar á meðal.  Café Lingua – lifandi tungumál er tungumálavettvangur á vegum Borgarbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu.  Eitt af markmiðum Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála - og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum.

 

Er barnið þitt með ADHD? -  Fimmtudagsfræðsla 26. mars kl. 17 í Gerðubergi
Er barnið þitt með ADHD? Leiðir til að efla einbeitingu og úthald barna með ADHDThelma Lind Tryggvadóttir hegðunarráðgjafi Þjónustumiðstöð Breiðholts.  Boðið er upp á afþreyingu fyrir börnin á bókasafni á meðan á fræðslunni stendur. 

 

Fimmtudagsfræðslan er opin fræðsla fyrir foreldra í Breiðholti annan hvorn fimmtudag. Þjónustumiðstöð Breiðholts í samvinnu við Menntun Núna og Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi.

 

Einelti, gagnleg ráð til foreldra - Fimmtudagsfræðsla 12. mars 

Fimmtudaginn 12. mars kl. 17:00-18:30 verður boðið upp á fræðslu í Lágholti í Menningarhúsinu Gerðubergi um einelti og gagnleg ráð fyrir foreldra, börn og unglinga. Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur í Heilsugæslunni Mjódd heldur fyrirlesturinn. Boðið er upp á afþreyingu fyrir börnin á bókasafni á meðan á fræðslunni stendur. Allir hjartanlega velkomnir.

Fimmtudagsfræðslan er opin fræðsla fyrir foreldra í Breiðholti. Hún fer fram annan hvern fimmtudag og er samvinnuverkefni Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Menntunar núna og Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergi.

Fjölskyldan í fyrsta sæti!

skráning er hafin á málþingið Fjölskyldan í fyrsta sæti sem fram fer í Gerðubergi miðvikudaginn 11 mars kl. 13:00-16:00. Skráning er eingöngu rafræn. Fólk er hvatt til að skrá sig sem allra fyrst þar sem fjöldi þátttakenda verður takmarkaður. Dagskrá er í viðhengi, en einnig má nálgast hana á vefnum á http://reykjavik.is/fjolskyldumidstod.   SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á MÁLÞINGIÐ.

Rétt er að vekja  sérstaka athygli á því að meðal frábærra fyrirlesara verða þær Joanne Armstrong og Andrea Layzell frá fjölskyldumiðstöðinni Pen Green í Corby í Englandi, sjá nánar á http://www.pengreen.org. Þær munu skýra frá hugmyndafræði, aðferðum og reynslu í starfi miðstöðvarinnar. Þarna er um að ræða reynslumikla fyrirlesara frá fjölskyldumiðstöð sem hefur skilað miklum árangri síðastliðna áratugi.  Ljóst er að tækifæri til að fá reynslu þeirra beint í æð gefst ekki á hverjum degi!

 

Samtal um samfélag - mitt þitt eða okkar? 
Málþing í Borgarbókasafninu | Menningarhúsinu Gerðubergi föstudaginn 20. mars 2015 kl. 13:30 - 16:30  

Málþingið er samstarfsverkefni Rannsóknastofu í Fjölmenningarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Menntun núna verkefnisins í Breiðholti og Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, með stuðningi Akureyrarbæjar, Reykjavíkurborgar og Háskólans á Akureyri.  Skráning

Dagskrá 

 • Ávarp Stefanía G. Kristinsdóttir, verkefnisstjóri Menntun núna verkefnisins í Breiðholti.
 • Fjölmenningarsamfélag: ábyrgð okkar allra?Þórir Jónsson Hraundal, Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. 
 • Integration on the labour market -  Anna Wojtynska, mannfræðingur. 
 • Fjölmenningarstarf BorgarbókasafnsinsKristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur.
 • Kaffi með fjölmenningarlegu ívafi (Cafe Lingua)  
 • Fjölmenningarstarf í leik- og grunnskólum á Akureyri  - Helga Hauksdóttir, kennsluráðgjafi á Skóladeild Akureyrarbæjar. 
 • Heimurinn er hér, fjölmenning í Reykjavík -  Fríða Bjarney Jónsdóttir, verkefnastjóri/ráðgjafi hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.
 • Samantekt og umræður -  Óttarr Proppe, alþingismaður, og Susan Rafik Hama, doktorsnemi við Menntavísindasvið HÍ.

Fundarstjórar verða Gunnar J. Gunnarsson, dósent, og Hanna Ragnarsdóttir, prófessor, við Háskóla Íslands.

Málþingið er öllum opið! 
 

Íslenskuþorpið í Landanum 

Fjallað var um Íslenskuþorpið í Landanum um helgina en 12 fyrirtæki og stofnanir í Breiðholtinu taka þátt í verkefninu í tengslum við Menntun núna verkefnið og þorpið hefur verið nýtt í íslenskukennslu í Gerðubergi. Í umfjölluninni má sjá íslenskunema spjalla við þátttakendur í Félagsstarfinu í Gerðubergi. Sjá umfjöllun.  

Fjármál heimilisins - Fimmtudagsfræðsla fyrir fjölskylduna 

Hvað er gott að vita þegar peningar og fjármál eru annars vegar? Hagnýt ráð og leiðbeiningar fyrir fjölskyldur.  
Anna Margrét Guðmundsdóttir þroskaþjálfi og bankastarfsmaður ræðir um leiðir og aðferðir til að láta peningana endast. Í Lágholti í Gerðubergi 12. febrúar kl. 17.00-18.30. Boðið er upp á afþreyingu fyrir börnin á bókasafni á meðan á fræðslunni stendur. Allir velkomnir.

Fjölskyldan spilar saman - Fimmtudagsfræðsla fyrir fjölskylduna 

Þjónustumiðstöð Breiðholts í samvinnu við Menntun Núna og Borgarbókasafnið. Því miður þarf að færa til fræðsluna um Fjármál fjölskyldunnar til 12. febrúar. Þess í stað ætlum við að spila ýmis skemmtileg spil fyrir alla í fjölskyldunni í Gerðubergi 29. janúar kl. 17.00-18.30. Allir velkomnir.

Miðlun:  Youtube myndbönd og greinar 

Verða í framtíðinni settar fram undir síðunni Miðlun.  Þar eru nú komið:  viðtal við Unni og Pétur sem útskrifuðust úr Grunnmenntaskóla Mímis í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, umfjöllun um fjölmenningarstarf í Gerðubergi og Fjölmenningarþing Mannréttindaskrifstofunnar í Ráðhúsinu í nóvember.  Alla hugmyndir um viðtöl og umfjöllun tengda menntun og fjölmenningu í Breiðholti eru vel þegnar sem og efni sem tengist þeim þáttum. 

Viðtal við Unni og Pétur 

Þau Pétur Kári Olsen og Unnur Edda Björnsdóttir voru valin til að flytja útskriftarræður nemenda á fjölmennri útskrift Mímis símenntunar í Grafarvogskirkju í desember. Samtals útskrifuðust 275 nemendur úr 17 hópum þar af voru þrír hópar tengdir Menntun núna verkefninu í Breiðholti.  Pétur og Unnur Edda luku námi í Grunnmenntaskóla Mímis sem kenndur var í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti (FB) í tengslum við Menntun núna verkefnið en Sesselja Pétursdóttir nám- og starfsráðgjafi Menntun Núna og Guðný Ásta Snorradóttir verkefnisstjóri hjá Mími símenntun héldu utan um hópinn. Bæði Unnur og Pétur stunda nú nám í Menntastoðum hjá Mími í Grafarvogi auk Helenu Gissurardóttir sem einnig útskrifaðist úr Grunnmenntaskólanum. Stefanía  hitti á Pétur og Unni í hádegishléinu þeirra síðastliðinn föstudag til að ræða reynsluna af Grunnmenntaskólanum og framtíðaráform, sjá viðtal.  

Námsframboð á vorönn
Sjá yfirlit yfir námsskeið á vorönn á Námskeið en meðal nýjunga eru íslenska fyrir Litháa og Pólverja auk nýrra námsleiða fyrir þá sem vilja snúa aftur í nám þ.e. Grunnmenntaskólinn og Almennar bóklegar greinar
 

Menntun Núna námsbrautum að ljúka og opnir tímar ráðgjafa falla niður í desember 

Námsbrautum á vegum Menntun Núna er að ljúka og opnir ráðgjafatímar falla niður í desember en hefjast að nýju aðra viku í janúar.  Við óskum öllum gleðilegra jóla.  Hægt er að panta tíma hjá ráðgjöfum fram í næstu viku í tölvupóst menntun.nuna@reykjavik.is og síma 664-7706 frá kl. 10-14 á virkum dögum. 
 

Fimmtudagsfræðsla fellur niður 11. desember 

Fimmtudagserindið næsta fimmtudag fellur niður "Jólasiðir frá ýmsum löndum" og fimmtudagsfræðslan hefst á ný eftir áramót. 
 

Finndu þinn X Factor 

Námskeið með Rúnu Magnús fyrir konur af erlendum uppruna í boði Menntun Núna í Breiðholti. Aðeins 30 sæti í boði, hefst 24. janúar. Sjá um Rúnu Magnús á  http://www.runamagnus.com

Þrjár 3 klukkustunda vinnustofur þar sem þátttakendur fá tækifæri til að vinna að sinni framtíðarsýn, uppgötva fimm stærstu ástríðurnar í lífi og starfi, gildin sín, náttúrulega styrkleika, hæfileika og eiginleika.  Að vinnustofu lokinni fá þátttakendur tækifæri til að eiga sæti í sínum eigin MASTERMIND hópi, sem hefur það eitt að markmiði að styðja og styrkja hvor aðra til að ná tilsettum árangri.

Námskeiðið er kennt á íslensku, sjá upplýsingar á  www.menntun-nuna.is. Mikilvægt að mæta á allar vinnustofurnar. Skráning er með tölvupósti í menntun.nuna@reykjavik.is eða í síma 664 7706. Lokadagur skráningar er 15. janúar

 

VINNUSTOFA 1 – FRAMTÍÐARSÝN OG ÁSTRÍÐA

laugardaginn 24. janúar kl. 13-16

Við byrjum þjálfunarprógrammið á því að þátttakendur fá tækifæri til að velta upp hvernig hið fullkomna líf gæti litið út?  Hvar þær vilja sjá sig að 10 árum liðnum ásamt því að þær fá tækifæri til að taka hið margrómaða ÁSTRÍÐUPRÓF sem gefur þeim kristal tæra sýn á því hvað gefur þeim ástríðuna, gleðina í lífi og starfi.

NIÐURSTAÐA VINNUSTOFU #1: Skýr framtíðarsýn og ástríður ásamt grófri áætlun um hvar þær sjá sig inn í náinni framtíð.

VINNUSTOFA 2 – STYRKLEIKAR OG EIGINLEIKAR
Laugardaginn 31. janúar kl. 13-16

Á vinnustofu 2 fá þátttakendur tækifæri til að skoða styrkleikana sína, eiginleika bæði eins og þær sjá sig sjálfar sem og hvernig aðrir í umhverfinu upplifa þær.  Þátttakendur fá tækifæri til að útbúa sinn eigin kynningartexta. Farið verður í árangursríkar leiðir til að koma sér og sínu brandi á framfæri t.d. með samfélagsvefnum LINKEDIN sem er alþjóðlegt samfélag athafnafólks.

NIÐURSTAÐA VINNUSTOFU #2:  Hver er ég? Hvað sjá aðrir í mér?  Kynningartexti sem lýsir styrkleikum mínum og hæfileikum til að takast á við næstu verkefni í lífi og starfi.

VINNUSTOFA 3 – MASTERMIND HÓPUR & MARKMIÐASETNING
Laugardaginn 7. febrúar kl. 13-16

Á þriðju og síðustu vinnustofunni fer fram ákveðin samantekt á vinnu frá vinnustofu 1 og 2.  Markmið komandi mánaða skoðuð og sett.  SMART markmiðasetning kennd og sýnd.

NIÐURSTAÐA VINNUSTOFU #3:  Að lokum er aðferðafræði MASTERMIND hópa kynnt og þátttakendur fá tækifæri til að eiga sæti í sínum eigin MASTERMIND hópi sem hefur það eitt að markmiði að styrkja og styðja við áætlanir og markmið hverrar og einnar í hópnum með vikulega skipulögum fundum. 

 

Hvað á að gera við afa?  

fimmtudagsfræðsla 20. nóvember kl. 17

Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flytur erindi: "Hvað á á gera við afa? " þar sem hún fjallar um húmor og tengsl hans við samfélagið, fræg hlátursköst og hörmungar.  Salur B á efri hæð í Menningarmiðstöðin Gerðuberg

 

Íslenskt talmál - hópefli, leikur og listir.

í Gerðubergi á miðvikudögum kl. 17:15 - 19:00.

Boðið er upp á stutt og líflegt námskeið fyrir þá sem vilja að æfa sig í íslensku. Kennari er Berglind Björgúlfsdóttir meistaranemi í listkennslufræðum í Listaháskóla Íslands.  Námskeiðið er öllum opið og hefst 3.desember og lýkur 17.desember.

 

Á líðandi stundu - NÚVITUND 
Fimmtudagsfræðslan 23. október kl. 17 

Bryndís Jóna Jónsdóttir kynnir Núvitund (e.mindfulness) sem hefur breiðst hratt út um hinn vestræna heim undanfarin ár.  Í þessari kynningu er farið yfir hvað felst í núvitund, hvaða gagn megi hafa af ástundun hennar og hvernig megi flétta núvitund inn í daglegt amstur. Aðferðin er einföld en áhrifarík.  Bryndís Jóna stundar nám í jákvæðri sálfræði, er með MA í náms- og starfsráðgjöf ásamt B.ed í kennslufræði. Hún er mannauðsstjóri í Flensborgarskólanum og stýrir þar m.a. innleiðingu núvitundar í skólastarfið, bæði fyrir nemendur og starfsfólk. 

Námskeiðið Njóttu þess að vera í núinu með Bryndísi Jónu verður á  miðvikudögum frá 29. október til 17. desember kl. 19:30 - 21:30.  Skráning á staðnum eða með tölvupósti  í netfangið  menntun.nuna@reykjavík.is. Verð 12.000 krónur. 

 

Ráðstefnan "Íslenska og fjölmenningarsamfélagið" í Breiðholti 

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra setti ráðstefnuna, Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fjallaði um styttan afgreiðslutíma hælisumsókna og aukna þjónustu við hælisleitendur með samningi við Rauða Krossinn.  Mirela Protopaba verkefnastjóri í Menntun núna ræddi um mikilvægi mótttökuáætlunar. Nichole Leigh Mosty leikskólastjóri á Öspinni fjallaði um foreldrasamstarf og málörvun barna. Sigurjón Norberg Kærnested sagði frá framkvæmdaáætlun Innflytjendaráðs og Juan Camilio fjallaði kallaði eftir aukinni viðurkenningu á menntun og starfsreynslu innflytjenda. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra lokaði ráðstefnunni og ræddi m.a. stefnu sveitarfélaga í málefnum innflytjenda.   

Í fyrirspurnum og pallborði kom fram að mikilvægt væri að skilgreina ferli og stuðning við íslenskukennslu sem hefur dregist saman síðustu ár og fram kom að í nýlegri rannsókn meðal innflytjenda hafi komið fram að aðeins um 20% þeirra telja sig vera í starfi þar sem menntun þeirra og reynsla nýtist.  

Ráðstefnan var tekin upp og verður sett á vefinn í næstu viku. 

Glærur frá Juan

Glærur frá Mirelu

Í GRASRÓTINNI  -  Stofnun og stjórn frjálsa félagasamtaka
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Móðurmál - samtökum um tvítyngi og hefst 1. nóvember.   Kennt laugardagana 1., 8. og 15. nóvember 2014 kl. 12-15 í Gerðubergi. Skráning með tölvupósti í netfangið menntun.nuna@reykjavik.is.  Þátttökugjald 2.000 krónur.  

Dagskrá: 

1. nóvember   

 • Hlutverk og mikilvægi frjálsa félagasamtaka
 • Stofnun félags
 • Innra skipulag
 • Skyldur og réttindi
 • Ábyrgð
 • Stofnfundur félagsins (verkleg æfing).
 • Boðun aðalfundar (auglýsing).
 • Verkefni fyrir næsta tíma (skýrsla um framkvæmd verkefna og notkun fjármuna).

8. nóvember

 • Reikningshald og bókhald, ársreikningur og ársskýrsla.
 • Svona gerum við – Hagsmunagæsla, upplýsingamiðlun og markaðssetning
 • Aðalfundur (verkleg æfing)

15. nóvember 2014

 • Stefnumótun – skilgreining gilda, markmiðssetning og framkvæmdaáætlun     
 • Félag, félaganna,
 • Almenn umræða – spurningar  og svör.