Ferli einstaklings
Ferill einstaklings í raunfærnimati hefst á því að einstaklingurinn hefur samband við eftirfarandi fræðslumiðstöðvar: IÐUNA – fræðslusetur, Mími - símenntun eða Fræðsluskrifstofu Rafiðnaðarins.
- Kynningarfundur þar sem veittar eru nánari upplýsingar um ferlið, spurningum svarað og þátttakendur geta bókað viðtal við náms- og starfsráðgjafa.
- Viðtal við náms- og starfsráðgjafa sem kynnir ferlið, safnar og fer yfir gögn s.s. staðfestingu á vinnutíma og námsferli.
- Færniskráning sem er skráning á fyrra námi, námskeiðum og annarri þekkingu sem viðkomandi býr yfir. Gátlistar (sjáflsmatslistar) þar sem viðkomandi leggur mat á hæfni sína miðað við gildandi námskrá eða viðmið atvinnulífsins.
- Matsviðtal hjá fagaðila þar sem færni og þekking einstaklings er metin.
- Að loknu raunfærnimati er veitt náms- og starfsráðgjöf, og síðan eftirfylgd.