Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði í raunfærnimat  

Í iðngreinum er gert ráð fyrir að viðkomandi sé eldri en 25 ára og með 3 - 5 ára starfsreynslu, allt eftir því hvaða grein á í hlut.  Staðfestingar með opinberum gögnum, s.s. lífeyrissjóðsyfirliti, er krafist í iðngreinum sem lokið er með sveinsprófi. Í öðrum greinum er krafist styttri starfsreynslu, allt eftir því hvaða grein á í hlut. Sjá nánar á www.idan.is. 

Hjá Mími símenntun er yfirleitt gert ráð fyrir að þátttakendur séu 23 ára eða eldri með 3-5 ára starfsreynslu en Mímir býður upp á raunfærnimat fyrir leikskólaliða, félagsliða ofl.  Sjá nánar á www.mimir.is.