Hvað er raunfærnimat

Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. með starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi. Nám fer ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við ýmsar aðstæður. Allt nám er verðmætt og því er mikilvægt að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað.

Hvað er raunfærnimat?

  • Raunfærnimat er mat á þeirri færni og þekkingu í faginu, sem þú hefur fengið í starfi og frítíma.
  • Raunfærnimat getur mögulega stytt nám þitt.
  • Að loknu raunfærnimati gefst þátttakendum tækifæri til að ljúka því námi sem eftir stendur, til að útskrifast.
  • Raunfærnimat er á engan hátt tilslökun á þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt aðalnámskrá eða í atvinnulífinu.
  • Inntökuskilyrði í raunfærnimat   Viðkomandi er eldri en 25 ára og með 3 - 5 ára starfsreynslu, allt eftir því hvaða grein á í hlut.  Staðfestingar með opinberum gögnum, s.s. lífeyrissjóðsyfirliti, er krafist í iðngreinum sem lokið er með sveinsprófi. Í öðrum greinum er krafist styttri starfsreynslu, allt eftir því hvaða grein á í hlut.