Fréttir

Starfsfólk og samstarfsaðilar Menntun núna í Breiðholti og Norðvesturkjördæmi komu saman til vinnufundar á Bifröst mánudaginn 16. febrúar. Á fundinum var rætt um sameiginlegar áherslur í báðum verkefnunum og hvað hefur áunnist. Fundarmenn voru sammála því að tilraunaverkefnin hefðu bæði skilað miklum árangri, svo sem við fjölga einstaklingum sem ljúka raunfærnimati, virkja brotthvarfsnema aftur til náms og við að efla íslenskukunnáttu innflytjenda.  Málþing verður haldið í Gerðubergi 18. maí þar sem árangur verkefnanna verður kynntur fyrir hagsmunaaðilum.

Ljósmyndina tók James Einar Becker. 

 

 

 

Ráðstefna haldin í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 8. október 2014 kl. 10-16
Menntun núna í Norðvesturkjördæmi og í Breiðholti standa fyrir tveimur ráðstefnum um málefni innflytjenda dagana 8. október á Ísafirði og 10. október í Breiðholti.

Dagskrá

Kl. 10.00              Setningarávarp -  Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga

Kl. 10:15              Árangursríkar aðferðir við íslenskukennslu kynntar

 • Íslenskuþorpið

  • Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri íslenskuþorpsins

 • Íslenskukennsla í gegnum leiklist – tilraunaverkefni á Flateyri

  • Heiðrún Tryggvadóttir, íslenskufræðingur og Dagný Arnalds tónlistarkennari

 • Starfstengd íslenskunámskeið á vegum Mímis

  • Sólborg Jónsdóttir, deildarstjóri tungumála og fjölmenningardeildar hjá Mími símenntun

 • Landnemaskóli II

  • Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfsráðgjafi við Símenntunarmiðstöð Vesturlands

Kl. 12:00 til 13:00             Léttur hádegisverður

Kl. 13:00              Þátttaka í samfélaginu – árangursríkar aðferðir

 • Stefnumótun Innflytjendaráðs og íslenska sem lykill samskipta og þátttöku í samfélaginu

  • Rúnar Helgi Haraldsson, sérfræðingur hjá Fjölmenningarsetri

 • Fjölmenningarleg ævintýri Borgarbókasafns

  • Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Borgarbóksafni Reykjavíkur

 • Söguskjóðan í Dalvíkurbyggð

  • Helga Björt Möller, verkefnastjóri Söguskjóðunnar hjá Dalvíkurbyggð

 • Að flytja til Íslands – reynslusögur

  • Mirela Protopapa

  • Maria Danium

  • Monika Gawek

Kl. 15.15 til 15.15             Kaffihlé

Kl. 15:15-16:00                  Pallborð og umræður  

Ráðstefnustjóri er Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á menntun.nuna@bifrost.is

Glærur:
Íslenskuþorpið 
Íslenskukennsla í gegnum leiklist
Starfstengd íslenskunámskeið á vegum Mímis
Landnemaskóli II
Íslenska sem lykill samskipta og þátttöku í samfélaginu
Fjölmenningarleg ævintýri Borgarbókasafns
Söguskjóðan í Dalvíkurbyggð
Að flytja til Íslands - reynslusögur