Fimmtudagsfræðsla fyrir fjölskylduna

Sjálfstraust  -  Fjölskyldusfræðsla 9. apríl kl. 17-18:30

 

Opin fræðsla fyrir foreldra í Breiðholti annan hvorn fimmtudag. Þjónustumiðstöð Breiðholts í samvinnu við Menntun núna og Borgarbókasafnið.  Elín Bryndís Guðmundsdóttir félagsfræðingur fjallar um leiðir til að efla sjálfstraust foreldra. Boðið er upp á afþreyingu fyrir börnin á bókasafni ámeðan á fræðslunni stendur. 

 

Er barnið þitt með ADHD? - Fimmtudagsfræðsla 26. mars kl. 17 í Gerðubergi
 

Er barnið þitt með ADHD? Leiðir til að efla einbeitingu og úthald barna með ADHD. Thelma Lind Tryggvadóttir hegðunarráðgjafi Þjónustumiðstöð Breiðholts.  Boðið er upp á afþreyingu fyrir börnin á bókasafni á meðan á fræðslunni stendur. 

Fimmtudagsfræðslan er opin fræðsla fyrir foreldra í Breiðholti annan hvorn fimmtudag. Þjónustumiðstöð Breiðholts í samvinnu við Menntun Núna og Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
 

Einelti og gagnleg ráð til foreldra 12. mars kl. 17

Fimmtudaginn 12. mars kl. 17:00-18:30 verður boðið upp á fræðslu í Lágholti í Menningarhúsinu Gerðubergi um einelti og gagnleg ráð fyrir foreldra, börn og unglinga. Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur í Heilsugæslunni Mjódd heldur fyrirlesturinn. Boðið er upp á afþreyingu fyrir börnin á bókasafni á meðan á fræðslunni stendur. Allir hjartanlega velkomnir.

Fimmtudagsfræðslan er opin fræðsla fyrir foreldra í Breiðholti. Hún fer fram annan hvern fimmtudag og er samvinnuverkefni Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, Menntunar núna og Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergi.

Jákvæð samskipti foreldra og unglinga 

Áhugaverður fyrirlestur um jákvæð samskipti foreldra og unglinga verður haldinn í Gerðubergi fimmtudaginn 26. febrúar kl. 17.00 - 18.30. Lone Jensen uppeldisráðgjafi við Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar ræðir leiðir og aðferðir í samskiptum við unglinga. Þjónustumiðstöð Breiðholts stendur fyrir viðburðinum í samvinnu við Menntun Núna og Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi. Boðið er upp á afþreyingu fyrir börnin á bókasafni á meðan á fræðslunni stendur. 

Fjármál heimilisins - Fimmtudagsfræðsla fyrir fjölskylduna 

Hvað er gott að vita þegar peningar og fjármál eru annars vegar? Hagnýt ráð og leiðbeiningar fyrir fjölskyldur.  
Anna Margrét Guðmundsdóttir þroskaþjálfi og bankastarfsmaður ræðir um leiðir og aðferðir til að láta peningana endast. Í Lágholti í Gerðubergi 12. febrúar kl. 17.00-18.30. Boðið er upp á afþreyingu fyrir börnin á bókasafni á meðan á fræðslunni stendur. 

Fjölskyldan spilar saman - Fimmtudagsfræðsla fyrir fjölskylduna 

Þjónustumiðstöð Breiðholts í samvinnu við Menntun Núna og Menningarmiðstöð Gerðubergs. Því miður þarf að færa til fræðsluna um Fjármál fjölskyldunnar til 12. febrúar. Þess í stað ætlum við að spila ýmis skemmtileg spil fyrir alla í fjölskyldunni í Gerðubergi 29. janúar kl. 17.00-18.30. 

Fimmtudagsfræðslan er samstarfsverkefni Menntun Núna, Þjónustumiðstöðvar Breiðholts og Borgarbókasafns.  Tvisvar í mánuði á fimmtudögum kl. 17-18:30 verður boðið upp á fyrirlestra í kaffihúsinu í Gerðubergi um ýmis málefni sem tengjast fjölskyldum og uppeldi. 

Borgarbókasafnið verður opið á meðan á fræðslunni stendur og þar verður alltaf eitthvað skemmtilegt fyrir börnin að bardúsa.  

Vordagskrá 2015 

  • Styðjandi leiðir í uppeldi.  15. janúar 
  • Fjölskyldan spilar með Spilavinum. 29. janúar
  • Fjármál heimilisins.  12. febrúar 
  • Jákvæð samskipti foreldra og unglinga.  26. febrúar
  • Einelti - hvað er til ráða?  12. mars
  • Er barnið þitt með ADHD?  Aðferðir og leiðir fyrir foreldra.  26. mars
  • Sjálfstraust og leiðir til að efla sjálfsöryggi í samskiptum.   9. apríl 
  • Lesum saman!  23. apríl 
  • Foreldrar og þátttaka barna í félagsstarfi.  7. maí
  • Fjölskyldan saman - allir út að leika!  21. maí