Námskeið

Menntun núna býður námsbrautir og námskeið sem miða að því að einfalda fólki að fara aftur í nám og auka lífsgæði. Fámennir hópar og fjölbreyttar náms- og kennsluaðferðir gera námið skemmtilegra.

Námskeiðin verða kennd í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi (Gerðubergi 3-5) og í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Fyrirspurnir um tímasetningar og námskeið berist á netfangið menntun.nuna@reykjavik.is.  

Námskeiðin eru styrkt af Menntun núna verkefninu og Breiðhyltingar hafa forgang í skráningu á námskeiðin. 

 

Íslenskunámskeið Mímis símenntunar á vorönn 2015
Í íslenskunámskeiðum er áhersla lögð á daglegt mál, skilning og talþjálfun. Reyndir kennarar, fjölbreyttar aðferðir og efni.  Verð 12.000 kr.  Skráning á www.mimir.is eða í síma 580 1800. 

 

Íslenskunám frá Mími 60 kennslustundir: Í byrjendahópum eru kennarar eða aðstoðarkennarar sem tala móðurmál nemenda. Eftirfarandi námskeið hefjast í Gerðubergi 19. og 20. janúar. Blandaði íslenskuhópar í Íslensku 1 og 2, kvöld og morgunhópar byrja viku síðar eða 26. og 27. janúar. 

 • Íslenska 1 blandaður morgunhópur - byrjar 26. janúar 

mánudaga og miðvikudaga

kl.  09:10 - 11:20

 • Íslenska 2 blandaður morgunhópur - byrjar 27. janúar

þriðjudaga og fimmtudaga

kl. 09:10-11:20

 • Íslenska 1 blandaður hópur - byrjar 27. janúar

þriðjudaga og fimmtudaga  

kl. 17:10-19:20

 • Íslenska 2 blandaður hópur - byrjar 27. janúar 

þriðjudaga og fimmtudaga 

kl. 17:15 - 19:25

 • Íslenska 1 spænsku- og portúgölskum.

Þriðjudaga og fimmtudaga

kl. 19:40 - 21:50 

 • Íslenska 1 fyrir Litháa

mánudaga og miðvikudaga 

kl. 17:10 - 19:20 

 • Íslenska 1 fyrir Pólverja 

mánudaga og miðvikudaga 

kl. 19:40 - 21:50 

 • Íslenska 2 f. spænsku- og portúgölskumælandi

þriðjudaga og fimmtudaga 

kl. 17:10 - 19:20 

 • Íslenska talþjálfun fyrir Víetnama     

Mánudaga og miðvikudaga  

kl. 19:40 - 21:50 

 

Íslenska og samfélagið

Eða Landnemaskólinn, 120 kennslustunda námskeið:  Íslenskukennsla, samfélags- og menningarfræðsla, tölvukennsla, sjálfsstyrking og færnimappa. Kennt eftir námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Landnemaskólinn. Fyrir þá sem hafa lokið 120 - 180 stunda íslenskunámi eða hafa sambærilega kunnáttu.  Verð 15.000 kr. Skráning á www.mimir.is eða í síma 580 1800. 

Morgunnámskeið er 6 vikur hefst 9. febrúar og lýkur 20. mars. Kennt í Gerðubergi mánudaga tl föstudaga kl. 9:10 - 12:10.

Dagnámskeið er 6 vikur hefst 2. mars og lýkur 28. apríl. Kennt í Gerðubergi mánudaga til föstudaga kl. 12:50-15:40.

Í náminu Íslenska og samfélagið eru nemendur að:

 • Læra og æfa íslensku
 • Læra um íslenskt samfélag
 • Fara í áhugaverðar ferðir
 • Þjálfa tölvufærni sína
 • Byggja upp sjálfstraust
 

Að lesa og skrifa á íslensku – Nýtt námskeið

Þekkir þú einhvern sem þarf að læra að lesa og skrifa?  Námskeið fyrir ólæsa nemendur sem vilja læra að lesa og skrifa á íslensku. Námsgreinar: Lestur, skrift, tölvuþjálfun og sjálfstraust. Upplýsingar og skráning í síma 580 1800.

Sjáðu fleiri spennandi íslenskunámskeið á www.mimir.is.  Morgun- og kvöldnámskeið, stig 1-5.   Könnun á íslenskukunnáttu.          Kennslustaðir: Öldugata 23, 101 Rvík. og  Höfðabakki 9, 110 Rvík.

 
 
 

Menntun núna og Mímir símenntun eru í samstarfi við Íslenskuþorpið. Fyrirtæki og stofnanir í Breiðholti taka þátt í Íslenskuþorpinu með því að tryggja að töluð sé íslenska við afgreiðslu og nemenda. 
 

Íslenskunám í samstarfi við Jafnréttishús hefst 10. febrúar

Jafnréttishús heldur námskeið í íslensku fyrir innflytjendur. Áhersla er fyrst og fremst lögð á talað mál og málskilning fyrir byrjendur og tekið er mið af uppruna og þörfum hvers nemenda. Reynt er að skapa raunverulegar aðstæður í kennslunni til að læra og þjálfa hagnýta íslensku og kennslan fer því ekki eingöngu fram í skólastofunni.

 • Íslenska fyrir Tælendinga í Gerðubergi
þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19:45 - 21:55
 • Íslenska fyrir Araba í Miðbergi
þriðjudaga og föstudaga kl. 10:00 - 12:00

Áhugin eykst þegar nemendur geta tengt námið fyrri reynslu og þeirri þekkingu sem þeir búa yfir. Mikilvægt að gefa nemendum tækifæri á að miðla þeim upplýsingum og þekkingu sem þeira hafa aflað. Áhersla á samvirkni nemenda að allir séu virkir þátttakendur, bæti stöðu sína og nái árangri í námi.

Skráning og upplýsingar í síma 534-0107 og á jafn@jafn.is

 

Ertu eldri en 20 ára og vilt byrja í námi?  

Námsbrautir Mímis  í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti (FB) 


Grunnmenntaskóli er góð byrjun!  

Hefst  8. janúar og lýkur 9. apríl, 300 kennslustundir.  Námsgreinar: Íslenska, enska og stærðfræði, námstækni, færnimappa og tölvur.  Kennt í FB mánudaga til föstudaga kl. 12:50-16:30.  Verð 19.000 kr. 

Almennar bóklegar greinar frábær undirbúningur fyrir framhald í námi  

Hefst 12. janúar og lýkur 13. apríl,  300 kennslustundir. Námsgreinar: Íslenska, enska, danska, stærðfræði, námstækni, sjálfsefling. Kennt í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.  Verð 19.000 kr. 

 • Morgunhópur:  Mánudaga til föstudaga  kl.08:30-12:10.
 • Daghópur:  Mánudaga til föstudaga kl.12:50-16:30.


Áttu erfitt með lestur og skrift?  Þá er Aftur í nám fyrir þig.   
Námsgreinar: Lestur, skrift, íslenska, sjálfsefling og 40 stundir í einkatímum hjá Davis lesblinduráðgjafa. Næstu hópar hefjast í febrúar 2015. Upplýsingar í síma 580 1800/664 7706 eða  mimir@mimir.is.  Sjá kynningarmyndband. 

Fræðslusjóður niðurgreiðir námið og það má meta til eininga á framhaldsskólastigi. Hægt er að sækja um styrk vegna nemendagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaganna eða Vinnumálastofnunar.

 

 

 

 

Námsflokkar Reykjavíkur í Gerðubergi 
 

Námskraftur í Breiðholti undirbúningsnám fyrir fólk á aldrinum 18 - 25 ára.  Hefst 19. janúar og lýkur 13. mars.  Í Námskrafti er kennd íslenska og stærðfræði, en námið er metið eftir getu og árangri hvers og eins, eða allt að 4 einingum.  Tækifæri til að eflast, bæta við þekkingu sína í íslensku og stærðfræði, kynnast Fablab-smiðju og vera hluti af skemmtilegu námssamfélagi. Kennt er á mánudögum til og með fimmtudögum frá kl. 13:00 – 16::00. Góður stuðningur og ráðgjöf, skemmtileg samvera.

Starfskraftur í Breiðholti nám fyrir ungt fólk í atvinnuleit.  Tækifæri til sjálfstyrkingar og þess að verða betri starfsmaður. List- og verkgreinar – sjálfsefling – fræðsla um vinnumarkaðinn og réttindi og skyldur starfsmanna og vinnuveitenda. Kennt er á mánudögum til og með fimmtudögum frá kl. 13:00 – 16:00. Góður stuðningur og ráðgjöf, skemmtileg samvera.

Skráning í Námskraft og Starfskraft með tölvupósti til menntun.nuna@reykjavik.is eða í síma 664 7706. 

 

Áttu rétt á styrk? Kynntu þér námsstyrki stéttarfélags, Vinnumálastofnunar og STARFs. 
 

Önnur námskeið og smiðjur 

 

Opið tölvuver 

fyrir byrjendur í samstarfi við Félagsstarfið í Gerðubergi á föstudögum kl. 13:00 - 15:00.  Hver tími samanstendur af stuttri kynningu og einstaklingsmiðaðri kennslu.

Finndu þinn X factor 

Leiðtoganámskeið með Rúnu Magnús fyrir konur af erlendum uppruna laugardagana 24. og 31. janúar og 7. febrúar kl. 13-16 

FAB LAB - Eddufelli 2  
Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur ungum sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. 

 • Opnir tímar í Fab Lab á fimmtudögum kl. 17-21 og á þriðjudögum kl. 13-17
 • Smiðjur í boði einu sinni í mánuði á vorönn  nánar auglýst er nær dregur á www.fablab.is/reykjavik og á Facebook síðu Fab Lab.