Miðlun

Á þessari síðu verða birt viðtöl og greinar tengdar Menntun núna verkefninu í Breiðholti

Berglind Björgúlfsdóttir kenndi íslensku fyrir foreldra á leikskólanum Öspinni og Móðurmálsskólunum.  Hér má sjá myndband úr kennslunni sem jafnframt var hluti af meistaraverkefni Berglindar í listkennslufræði úr Listaháskólanum.

Þátttakendur í námskeiðunum hjá Berglindi unnu tóku þátt í fjölskyldusamvinnuverkefninu. Það var sýnt á Barnamenningarhátíð í Gerðubergi 2015. Hér er listrænt video af sýningunni þeirra:  Bæði fugl og fiskur (skelfiskur)

 

Sólborg Jónsdóttir deildarstjóri hjá Mími símenntun hefur setið í teymi Menntunar núna verkefnisins frá upphafi og tekið þátt í að þróa þjónustu og námsframboð tengt verkefninu. Hér má sjá brot úr viðtali við Sólborgu um íslenskukennslu og móttöku innflytjenda, allt viðtalið má lesa á vefnum hvunndagshetjur.is

Brot úr viðtali við Þórð Ingimarsson ritstjóra Breiðholtsblaðsins en Menntun núna hefur átt gott samstarf við blaðið varðandi greinaskrif, viðtöl og kynningar á verkefninu.   Allt viðtalið má nálgast á viðtalsvefnum hvunndagshetjur.is.

Guðbjörg Ragnarsdóttir nemandi í Fab Academy og starfsmaður í Fab Lab segir frá því hvað dró hana að Fab Lab smiðjunni og sína framtíðardrauma en það var fyrir tilstuðlan Menntun núna verkefnisins að Guðbjörg hóf störf í Fab Lab. Allt viðtalið má finna á hvunndagshetjur.is

Við lærum íslensku saman.... borgarstjóri Dagur B. Eggertsson útskrifar tælenska íslenskunema í Gerðubergi.

 

Umfjöllun um fjölmenningarstarf í Gerðubergi

Viðtal við Unni og Pétur sem útskrifuðust úr Grunnmenntskóla Mímis sem kenndur var í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti í tengslum við Menntun núna verkefnið

Raddir innflytjenda frá Fjölmenningarþingi í Ráðhúsinu 15. nóvember "Af hverju er fjölmenning mikilvæg?"

Viðtal við Marina de Quintanilha e Mendonca formann Fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar