Iðnnám

Iðnnám

Eitt af meginmarkmiðum tilraunaverkefnisins er að fjölga þeim sem ljúka iðnnámi.

Helstu aðgerðir sem ráðist hefur verið í af hálfu tilraunaverkefninu er vitundarvakning um raunfærnimat sem leið til að fara aftur í nám. Aðgengi að raunfærnimati hefur verið eflt með því að fjölga kynningarfundum á vegum Iðunnar og fræðsluerindrekstri. Ótal fundir hafa verið haldnir hjá félagasamtökum um tækifærin í iðnnámi og hversu mikill skortur er á iðnnemum. Umfjöllun hefur einnig verði verið í fjölmiðlum um skort á iðnnemum. 

Á haustönn 2014 varð umtalsverð aukning á skráðum iðnnemum sem stunda nám með vinnu við Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi og má rekja þá aukningu að hluta til til fyrrgreindra aðgerða.  

Iðan annast umsjón með raunfærnimati í öllum iðngreinum nema rafiðngreinum sem Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins sinnir. 

Starfsnám

Með Menntun núna í Norðvesturkjördæmi hefur tekist að fjölga nemendum í starfsnámi, einkum skipstjórn og fisktækninámi. Menntaskólinn á Ísafirði bauð á haustönn 2014 upp á skipstjórnarnám og hófu tæplega 50 nemendur nám við skólann. Um helmingur þeirra hafði áður lokið raunfærnimati í skipstjórn.

Nemendum í fisktækninámi hefur fjölgað með samstarfi Farskólans, Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra og Fisktækniskólans. Haustið 2014 var boðið upp á raunfærnimat í fisktækni á vegum Farskólans og luku 17 þátttakendur mati, allt starfsfólk FISK Seafood á Sauðárkróki. Í framhaldi af raunfærnimatinu var boðið upp á nám í fisktækni í samvinnu ofangreindra aðila og stunda nú 21 einstaklingur námið. 
Hvorki fisktækni né skipstjórn teljast vera iðnnám en það telst til formlegs náms á framhaldsskólastigi sem býður upp á möguleika á að ljúka iðnnámi í framahaldi.