Raunfærnimat

Eitt af markmiðum í tilraunaverkefninu er að 60 einstaklingar í kjördæminu ljúki raunfærnimati. Raunfærni er samanlögð sú færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, svo sem  starfsreynslu, námi í skóla, námskeiðum eða félagsstörfum. Margir búa yfir umtalsverðri færni án þess þó að hafa lokið formlegu námi.  Þessa færni er mögulegt að meta til styttingar á námi.

Í febrúar 2015 hafa 120 einstaklingar lokið raunfærnimati á vegum Menntunar núna í Norðvesturkjördæmi. Flestir hafa lokið mati í skipstjórn, fisktækni, matartækni og skrifstofutækni. Tekist hefur að ná tvöfalt betri árangri en að var stefnt við að fjölga einstaklingum í kjördæminu sem ljúka raunfærnimati.  Þar ræður mestu mikill áhugi er á raunfærnimati í kjördæminu í vissum greinum eins og skipstjórn, fiskvinnslu, matartækni, slátrun og þjónustugreinum. 

Náms- og starfsráðgjafar símenntunarmiðstöðva veita ráðgjöf um raunfærnimat í ýmsum greinum. Miðstöðvarnar eru þrjár í Norðvesturkjördæmi:  

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Sími 455-010.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Sími 455-6010.
Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Sími: 437-2390. 

Iðan annast umsjón með raunfærnimati í öllum iðngreinum nema rafiðngreinum sem Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins sinnir. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér raunfærnimat í iðngreinum þá má nálgast nánari upplýsingar hjá náms- og starfsráðgjöfum IÐUNNAR fræðsluseturs, Vatnagörðum 20, s: 590-6400. Einnig er hægt að senda tölvupóst á radgjof@idan.is