Starfstengt nám

Eitt af meginmarmiðum tilraunaverkefnisins er að efla ráðgjöf til fyrirtækja um nám á vinnustað. Til að vinna að þessu var fræðsluerindrekstur efldur á vegum símenntunarmiðstöðvanna í Norðvesturkjördæmi til að heimsækja fyrirtæki og stofnanir og hvetja til starfstengdrar fræðslu og þjálfunar. 

Stefnt er að því að fyrirtækjum sem bjóða upp á starfstengt nám fjölgi 120 fyrirtæki á þeim 12 mánuðum sem verkefnið spannar.  Til að ná þessu metnaðarfulla markmiði hefur mikil vinna verið lögð í að heimsækja fyrirtæki og stofnanir og ræða þarfir fyrir fræðslu. Í febrúar 2015 hafa 325 fyrirtæki verið heimsótt frá því í byrjun febrúar 2014 eða að jafnaði 25 fyrirtæki á mánuði auk fjölda kynninga við hin ýmsu tækifæri.

Að minnsta kosti 70 starfstengd námskeið hafa verið haldin á tímabilinu með 800 þátttakendum. Námskeiðin eru af ýmsum toga, s.s. lyftaranámskeið, Outlook námskeið, íslenskunámskeið, þjónustunámskeið fyrir ferðaþjóna, námskeið um starfsgleði, líkamsbeitingu, einhverfu, slysavarnir og skyndihjálp.

Ef áhugi er á að efla starfstengda fræðslu á þínum vinnustað þá er um að gera að hafa samband við næstu símenntunarmiðstöð.

Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Sími 455-010.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Sími 455-6010.
Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Sími: 437-2390.