Menntun núna er tilraunaverkefni menntamálaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar, aðila vinnumarkaðarins og fræðslustofnana sem hefur það að markmiði að auka ráðgjöf og stuðning við menntun í Breiðholti. Verkefnið er staðsett í Gerðubergi.

  • Er Menntun núna fyrir þig?
  • Viltu styrkja stöðu þína? 


Menntun núna  býður

  • ráðgjöf varðandi nám og starf, lesblindu, raunfærni og ríkisborgararétt;
  • opin fræðslukvöld, styttri námskeið og vinnustofur; 
  • nám frá Mímir símenntun: Íslenskukennsla, Grunnmenntaskólinn, Þjónusta við ferðamenn og Meðferð matvæla.
     

áfram í Breiðholt ...

 

Menntun núna í Norðvesturkjördæmi er tilraunaverkefni um eflingu menntunar í kjördæminu. Markmið verkefnisins eru að efla ráðgjöf til fyrirtækja um nám á vinnustað í Norðvesturkjördæmi, auka samstarf atvinnulífs og fræðsluaðila í kjördæminu um starfstengt nám, fjölga einstaklingum sem ljúka iðnnámi og efla íslenskukunnáttu innflytjenda í kjördæminu.

Verkefnið er liður í átaki til þess að hækka menntunarstig í íslensku atvinnulífi og er fjármagnað af aðilum vinnumarkaðarins. Háskólinn á Bifröst hefur umsjón með framkvæmd tilraunaverkefnisins samkvæmt samningi við Menntamálaráðuneytið.
 

áfram í Norðvesturkjördæmi ...

 


Hvað er raunfærni?

Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. með starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi. Nám fer ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur við ýmsar aðstæður. Allt nám er verðmætt og því er mikilvægt að það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað.

read more...

Raunfærnimat

  • Á vinnumarkaði eru aðilar með reynslu og þekkingu á ýmsum sviðum en eru án formlegar þekkingar. 
  • Raunfærnimat gengur út á að ná til þessara einstaklinga, greina stöðu þeirra, meta færni og gefa þeim kost á að ljúka námi í sinni sérgrein. 
  • Þátttakendur eiga þess kost að láta meta þá færni sem þeir hafa aflað sér utan skólakerfisins með raunfærnimati.

     Read more ...

Inntökuskilyrði

  • Að vera eldri en 23 ára.
  • Ver með 3 - 5 ára starfsreynslu eftir því hvaða grein á í hlut. 
  • Í öðrum greinum er krafist styttri starfsreynslu, allt eftir því hvaða grein á í hlut. 

Ferlið hefst á því að þú hefur samband við eftirfarandi fræðslumiðstöðvar: IÐUNA – fræðslusetur, Mími - símenntun eða Starfsmennt. sjá nánar....

Read more ...

Starfsgreinar

Hægt er að fara í raunfærnimat í um 40 greinum á Íslandi í dag auk þess sem hægt er að fara í raunfærnimat í almennum bóklegum greinum í framhaldsskóla sbr. íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði.  Sjá nánari upplýsingar um í hvaða greinum hægt er að fá raunfærnimat og hverjir veita það. 

Read more ...


Ráðgjöf - Borgarbókasafið - Gerðubergssafn

Mánudagar kl. 17 til 18 : Náms- og starfsráðgjafi hjálpar þér að skoða og greina áhugasvið þín, metur fyrra nám og starfsreynslu og kynnir raunfærnimat.

Miðvikudagar kl. 17 til 18 : Ráðgjafar Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur sem tala íslensku, ensku, pólsku, litháísku og rússnesku, veita upplýsingar um þjónustu borgarinnar, réttindi og skyldur í íslensku samfélagi, vinnumarkaðinn, dvalarleyfi, ríkisborgararéttindi o.fl.

 Ráðgjöf  Counselling
 Предоставление советов  咨询顾问
 Konsultacijos  Tư Vấn
 Orientación  Payo
 Këshillim  การให้คำปรึกษา
 الاستشارة  Doradztwo

upplýsingar menntun í Breiðholt

   Menningar- og félagsmiðstöðin í Gerðubergi,
        Gerðubergi 3-5, jarðhæð
   664 7706 
   menntun.nuna@reykjavik.is
   facebook

upplýsingar menntun í Norðvesturkjördæmi

   Háskólinn á Bifröst / Bifröst University
        IS-311 Borgarnes
   433 3000 | Beinn sími: 893 8960
   menntun.nuna@bifost.is
   facebook